Gagnavarslan hefur allt frá stofnun séð um varðveislu listaverka og menningarminja bæði í einkaeigu og í eigu stofnana. Varðveisla slíkra muna er mjög sérhæfð og í starfsemi okkar hefur tilteknum hluta húsnæðisins verið úthlutað undir listaverkageymslu. 

Húsnæðið er sérstaklega útbúið af listaverkaráðunaut okkar með það fyrir augum að fylgjast megi með og stýra m.a. hita, raka og ljósi á öllum tímum sólarhringsins með tilliti til verndunnar á verkum í vörslu.

Flutningur 
Gagnavarslan, í samstarfi við viðurkennda flutningsaðila, getur haft milligöngu um pökkun, meðhöndlun og flutning á listaverkum.

Ráðgjöf 
Hjá Gagnavörslunni starfar fólk með sérhæfingu í varðveislu listaverka. Í samstarfi við sérstakan listaverkaráðunaut Gagnavörslunnar bjóðum við upp á fjölþætta ráðgjöf varðandi meðhöndlun listaverka sem varðar flokkun, pökkun, skráningar, varðveislu og flutning á listaverkum.