Mars 2022 - Gagnavarslan með hagkvæmast tilboðið í skönnun verkfræðiteikninga fyrir Reykjavíkurborg, Tilkynning um útboð

Um er að ræða skönnun á yfir milljón verkfræðiteikningum í þeim tilgangi að veita borgurum aðgang að rafrænum skjölum á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Tilboð Gagnavörslunar var undir kostnaðarmati Reykjavíkurborgar vegna þeirra þekkingar og tækjakosts sem við búum yfir.

o o o o o o o

Vistun rafrænna skjala verður sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki og stofnanir og í flestum tilfellum er vel skipulagt aðgengi að rafrænum skjölum fullnægjandi fyrir starfsemi fyrirtækja. 

Með því að útvista vörslu skjala og koma nauðsynlegum skjölum á rafrænt form er auðveldara og fljótlegra að deila mikilvægum upplýsingum innan fyrirtækisins.

Með útvistun á skönnunarþjónustu og vörslu skjala getur þú:

  • Losað dýrmætt húsnæði undir starfsemina þína. 

  • Átt fullkomin aðgang að skjölum sem þú þarfnast og geymt þau sem þú þarft að eiga á öruggan hátt.

  • Dregið úr pappírsnotkun.

  • Aukið skilvirkni starfsmanna.

Að verða pappírslaus krefst tíma, skipulags og undirbúnings. Þar kemur sérfræðiþekking okkar til sögunnar. Við skipuleggjum og framkvæmum ferlið og með tímanum verða allir ferlar rafrænir sem leiðir til mikillar hagkvæmni í rekstri.