Skráning skjala

Við flytjum og meðhöndlum skjölin þín á öruggan hátt. Flutningar eru skipulagðir eftir þörfum hvers og eins og við sjáum um allan undirbúning.

Við flokkum skjölin samkvæmt vel skilgreindu flokkunarkerfi og notum viðurkenndar geymslueiningar.

  • Við pökkum skjölunum í geymslueiningar sem henta þér og úthlutum einstökum strikamerkjum fyrir hverja skráningu.

  • Við skráum skjölin í sérhæfðan gagnagrunn okkar og tökum tillit til þarfa hvers og eins.

  • Viðskiptavinir hafa aðgang að skrám á netinu.


Örugg skjalavarsla

Geymslueiningum er komið fyrir í sérhæfðu, aðgangsstýrðu og vöktuðu húsnæði þar sem öryggi þeirra er vandlega tryggt. 

  • Húsnæðið býr yfir öryggis- og brunavörnum í vörslurými sem er tekið út og vaktað af viðurkenndum aðilum. 

  • Við fylgjumst með raka- og hitastigi í húsnæði og gerum reglulegar úttektir á hugsanlegum meindýrum.

  • Við notum tilviljunarkennda staðsetningu geymslueininga í sérhæfðu húsnæði, eða „sjónræna dulkóðun“, sem geri það að verkum að ekki er hægt að finna skjöl í húsnæðinu án þess að hafa aðgang að aðgangsstýrðum gagnagrunni okkar. 

  • Viðskiptavinir fá sérnsniðna aðgangsstýringu þar sem þeir geta stýrt eigin skráningum í gegnum lokað aðgangssvæði.

Við heitum fullkomnum trúnaði um gögn viðskiptavina.