Gagnavarslan býður viðskiptavinum sínum upp á útvistun á móttöku á áþreifanlegum pósti og stuðlar þannig að pappírslausum skrifstofum. 

Allur móttekinn póstur er jafnframt yfirfærður á rafrænt form og færður inn í verkferlakerfið með fyrirfram ákveðnum hætti. Áþreifanlegu skjölin eru síðan varðveitt í húsnæði Gagnavörslunar eða þeim er fargað. 

 Við bjóðum upp á að:

  • Allur innsendur áþreifanlegur póstur sé móttekinn af Gagnavörslunni.

  • Við sjáum um allar endursendingar. 

  • Móttekin skjöl séu skönnuð samdægurs og sett rafrænt inn í kerfi viðskiptavinar.

  • Viðskiptavinir geti notað orðaleit í öllum innsendum pósti. 

  • Rafræn skjöl séu skráð í samræmi við óskir viðskiptavinar. Til dæmis: Dagsetning, nafn, viðfangsefni eða kennitala.

  • Áþreifanlegu gögnin séu varðveitt í fyrirfram ákveðin tíma áður en þeim er fargað með viðurkenndum hætti.

Útvistun í pósti getur hjálpað fyrirtækinu þínu að draga úr kostnaði, auka skilvirkni og hraða núverandi ferlum.