Vörslusetur Gagnavörslunnar

Varðveisla

j

Skönnun og skráning

~

Öryggi

1

Fjölbreytt þjónusta

Svo sem flokkun og skráning, flutningur og varðveisla, skönnun og prentun.

Gæði

Unnið samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og stöðlum.

Traust

Sólarhringsvöktun, öruggt aðgengi, reyndir starfsmenn, öryggis- og aðgangsstýringar.

Traust og örugg þjónusta

Vörslusetur Gagnavörslunnar sérhæfir sig í meðhöndlun og varðveislu gagna í sérhæfðu 4.500 m2 húsnæði. Gagnavarslan býður einnig upp á eina öflugustu skönnunar- og prentþjónustu landsins. Skönnunarþjónustan skannar m.a. ógrynni af flóknum teikningum fyrir sjávarútveginn, verkfræðistofur og flugfélög auk einfaldari verkefna á borð við skönnun bókhaldsgagna.

 

 

Póstþjónusta

Í póstþjónustunni er allur póstur sóttur daglega í pósthólf og hann skannaður inn í kerfi eða á drif að eigin vali. Pósturinn er skannaður á PDF form en hægt er að semja um annað. Til þess að einfalda starfsmönnum fyrirtækisins að nálgast póstinn er hann stimplaður með dagsetningu og númeri. Pósturinn er settur samdægurs inn í kerfi eða á drif, eftir því hvort hentar ykkar fyrirtæki betur. Að lokum er öllum pósti pakkað, hann skráður með skjalanúmeri í vöruhúsakerfi okkar, þannig að einfalt er að finna frumgögnin, og hann geymdur í öruggri geymslu í vöruhúsnæðinu okkar.

Meðal þjónustuþátta

 • Varðveisla skjala, listaverka, menningarminja o.fl.
 • Skönnunar- og skráningarþjónusta
 • Sala á sérhæfðum umbúðum til varðveislu gagna
 • Flokkun, pökkun og skrásetning á gögnum og munum
 • Flutningur á fyrirtækjum
 • Prent-, ljósritunar- og innbindingarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki
 • Skönnun pósts, rafrænt aðgengi og varsla

Meðhöndlun og varðveisla gagna

Við bjóðum fyrirtækjum upp á geymslu gagna og bókhalds. Við sækjum gögnin, pökkum þeim í geymslukassa, gerum eins ítarlega innihaldslýsingu og óskað, skráum gögnin inn í vöruhúsakerfið okkar og geymum þau í öruggri geymslu.

Fyrsta flokks aðstaða

 • Sólarhrings vöktun á hita- og rakastigi húsnæðis
 • Rekkar, hillur og skápar í takt við þínar þarfir
 • Örugg varsla með öflugum aðgangsstýringum
 • Regluleg þrif
 • Meindýravarnir

Fáðu tilboð

Sendu okkur póst og við gefum þér tilboð í þá þjónustu sem hentar ykkar rekstri.