Ráðgjafasvið

Traust

Þekking

Reynsla

Öflugir ráðgjafar

1

Fjölbreyttur hópur

Fjölbreyttur bakgrunnur ráðgjafa.

Reynsla

Mikil reynsla af vinnu með stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.

Gæði

Unnið samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og stöðlum.

 
Hjá Gagnavörslunni starfa öflugir ráðgjafar með víðtæka menntun og reynslu, meðal annars upplýsinga- og skjalastjórar, tölvunar-, viðskipta- og lögfræðingar ásamt sérfræðingum í verkefnastjórnun, gæðamálum, stjórnarháttum og stefnumótun. Ráðgjafar okkar aðstoða viðskiptavini við að ná fram hagræðingu í rekstri með aukinni yfirsýn, rekjanleika og skilvirkari ferlum.

Ráðgjafar Gagnavörslunnar leysa fjölbreytt verkefni:

  • Sérfræðingar í innleiðingu AZAZO hugbúnaðarlausna hjá fyrirtækjum og stofnunum
  • Veita ráðgjöf í stjórnun og skipulagningu upplýsinga hjá fyrirtækjum
  • Veita ráðgjöf í verkefnastjórnun sem byggir á viðurkenndum þekkingargrunni og aðferðarfræði
  • Aðstoða við uppbyggingu og innleiðingu gæðakerfa, ferlagreiningar og greiningu á virðis- keðjum í anda straumlínustjórnunar (LEAN)
  • Eru sérhæfðir í mótun upplýsingastefnu fyrirtækja
  • Fjölbreytt óra fyrirlestra og námskeiða, þar á meðal sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki Taka að sér að vera verkefna- og skjalastjórar fyrir fyrirtæki
  • Ráðgjöf í utanumhaldi stjórnarfunda og öðru er tengist góðum stjórnarháttum